25.12.2009 | 22:35
jóladagshörmungar...
Gleðileg jól kæru vinir :)
Jólin eru búin að vera fín, búin að borða alltof mikið og fékk alltof mikið af pökkum og þakka öllum kærlega fyrir mig ! Við Sunna ætluðum að vera spontant í gær og leika okkur í snjónum úti um 2 í nótt...ég nennti því nú ekki þá en nú bíð ég enn eftir svari, því ég er meira en til í að fara út og flippa eitthvað! Það er brjálæðislega mikill snjór, en sem betur fer á ég ógeðslega flott stígvél sem ég fékk í jólagjöf svo ég blotna ekki í fæturna! Nýja úlpan virkar líka vel :) Talandi um snjóinn, við vorum á leiðinni í messu í dag í ógeðslegu færi og sást ekki hvar gatan endaði og himininn byrjaði...allavega við erum að keyra í rólegheitum þegar við ætlum að beygja inní Hörgárdalinn og Hjörtur tekur beygjuna aaaaðeins of snemma...og við lendum útaf, nánast alveg á hlið og það munaði engu að vil myndum velta niður einhverja 8-10 metra. Þetta gerðist allt svo hægt að ef að bílinn hefði farið alveg á hlið hefðu mamma og Hákon rotað sig á rúðunum hann hefði skollið svo fast niður, það gerðist þó sem betur fer ekki og er það snjónum að þakka! Vek athygli á myndum hérna fyrir neðan...dekkið nemur ekki við jörðina, bíllinn er bara að velta..en snjórinn stoppaði! Ég stend uppá götu þegar ég tek myndina, þá sjáiði hvað þetta er kannski langt
Eldurinn kviknar nú af neista...og þetta slys var ekki það eina sem verður minnisstætt við þennan Jóladag...það kviknaði í jólatré sem stóð fallega skreytt útí garði og Hákon bróðir var að taka upp disk með kjöti, hnífurinn rann af og á ristina á honum og stakk á hann gat.
Nánast bílvelta, eldur og gat á löpp. Gleðileg jól
Um bloggið
Rut
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú og þín klikkaða fjölskylda ;)
Kolbrún (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 23:03
jeiii blogg :) ég fór út í nótt og það var AWESOME!!! annars ætla ég bara að biðja þig um að fara varlega og vonandi lendir þú ekki í fleiri hremmingum!
Íris (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 23:38
WTF!! hahahaha kviknaði í tréi? hahahah já bíllinn veltur og það fyrsta sem þú gerir ER AÐ TAKA MYND! sækóó....
en ég ræði þetta útimál við þig á eftir...
Sunna Sigrúnardóttir, 26.12.2009 kl. 00:00
og Rut flipp eru aldrei plönuð!! ohh þú átt svo margt ólært...guði sé lof að ég verð viðstödd ALLA ÞÍNA ÆVI til að segja þér til... hehehe
Sunna Sigrúnardóttir, 26.12.2009 kl. 05:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.