3.11.2009 | 15:35
Osom
Ég er að blogga, umheiminum eflaust til mikillar gleði. Ég er afskaplega þreytt, pullaði all-nighter og mætti eldspræk í skólann klukkan 8.15 í morgun og byrjaði á þemaspjaldi...það er ekki gaman að gera hugkort. Ég byrjaði með Frakkland og var komin útí göngutúra og trúbadora áður en ég vissi af. Kláraði síðan fína kjólinn minn í fatasaum og byrjaði aðeins á lokaverkefninu :) er mjög ánægð með kjólinn og skelli mynd af honum hérna í lok bloggs. Svo er ég að reyna að segja sjálfri mér að heimildaritgerðir og myndapróf séu aðeins hluti af gangi lífsins...það virkar ekki, mig langar bara alls ekki að skrifa heimildaritgerð eða læra undir myndapróf, sem ég bæ ðe vei veit ekki einu sinni hvenar er, annaðhvort á morgun eða á föstudaginn.
Það fór ekki vel með Sigga greyið að pulla all-nighterinn, hann liggur dauður uppí rúmi með ímyndaða þreytu...mín er að líða hjá og ég er bara að vera ofur hyper, kannski þessi ritgerð klárist bara í dag eftir allt saman. Hann fékk samt eitthvað þrifakast hérna heima, það er allt spikk og span og ég get ekki beðið eftir að fá hundinn minn heim aftur, sem Siggi neitar að sækja! Allt svo hljótt og rólegt hérna án hans, enginn að bíta mig í hendina eða slá mig með beini. Verð að játa að ég sakna þess. Langar að prufa að fara með hann uppá hundasvæði, efast samt einhvernvegin um að hann kæmist þaðan á lífi, eins mikil gunga og hann er. Hann er eksjúallí hræddur við eigin gelt. Við Sunna fórum um daginn með Samúel, hann er fyndinn og gelti endalaust á stærri hunda sem endaði í slagsmálum sem hann þóttist taka þátt í.
Eltihrellir brandarinn minn virkaði ekki hinsvegar...ég fór í fýlu og skráði mig sem Batman, og stakk uppá því við Ástu að hún myndi skrá sig sem einkaspæjara, er ekki ágætis peningur í því?
Ég er farin að vilja fá handrit, Sunna talar ekki um annað 24/7 og ég er að smitast af þessu. Ég hef ekki einu sinni lesið stykkið sem að ég samþykkti að taka þátt í, veit ekki einu sinni hver mótleikari minn er! Þvílíkur skandall.
Myndir af kjól og hundi sem ég sakna :) bleee
Um bloggið
Rut
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vúúúhúú blogggggggg ég skal vera mótleikari þinn!
kveðja spænska sólin
Sunna Sigrúnardóttir, 3.11.2009 kl. 15:38
ég er búin að spá lengi í þessum kjól...og ég verð að viðurkenna að ég fatta hann bara enganveginn! snýrðu honum við eða hvaað ?
p.s. glæsileg bloggframmistaða
marta (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 19:50
rut ertu nokkuð dáin? hef ekki séð þig í allan dag kæra eiginkona
Sunna Sigrúnardóttir, 5.11.2009 kl. 17:04
hættu að ljúga rut! þú ert ekkert nánast tvítug...ert ekki orðin nítján hohohoho
Sunna Sigrúnardóttir, 6.11.2009 kl. 02:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.