24.8.2010 | 23:06
Fyrsti dagurinn!
Fyrsti skóladagurinn að baki!
Þessi dagur var...held að fjörugur sé rétta orðið :) við(nýnemarnir) byrjuðum á því að sitja með okkar bekkjum og ræða málin aðeins með deildarstjóra, síðan var skilið við okkur og okkur ýtt út í hinn stóra heim Kvikmyndaskólans á eigin spýtum. Þetta var reyndar mjög skondið, minn bekkur til dæmis þekktist ekkert innbyrðis fyrir og við ráfuðum eitthvað vandræðaleg um þar til einhver þorði að opna á sér munninn og segja eitthvað. Reyndar kom ansi snemma í ljós að restin af bekknum eru álíka mikil nutcase og ég svo ég er mjög bjartsýn á framhaldið :) Við tókum 3 tíma kjaftatörn sem endaði með strengjum í kinnunum eftir hláturinn og auka magavöðvum.
Eftir hádegi var svo hópefli! Og já, það er eins og það hljómar. Þá er öllum nýnemum safnað saman inn í einn sal og farið í leiki og allskonar leiklistaræfingar-sem ég fór á handritabraut til að forðast. Reyndar fórum við líka aðeins út á plan í eltingarleiki og æfingar með húllahring og ég er ekki frá því að okkur hafi tekist að rispa eins og nokkra bíla...en hey! Allt fyrir listina! :D
Hópurinn hristist vel saman og ég held að ég hafi lært í kringum 40 ný nöfn í dag. Kannaðist nú við nokkur andlitin fyrir, nokkrir sem maður kannast við að norðan eða hefur bara séð áður einhversstaðar.
Ég kom heim dauðuppgefin eftir stórhættulega bílferð með Konna, henti mér undir sæng og steinsofnaði...og er enn dauðþreytt. Líst rosalega vel á hópinn, framhaldið og hlakka til að byrja námið af fullum krafti!
Um bloggið
Rut
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.