24.8.2010 | 23:06
Fyrsti dagurinn!
Fyrsti skóladagurinn að baki!
Þessi dagur var...held að fjörugur sé rétta orðið :) við(nýnemarnir) byrjuðum á því að sitja með okkar bekkjum og ræða málin aðeins með deildarstjóra, síðan var skilið við okkur og okkur ýtt út í hinn stóra heim Kvikmyndaskólans á eigin spýtum. Þetta var reyndar mjög skondið, minn bekkur til dæmis þekktist ekkert innbyrðis fyrir og við ráfuðum eitthvað vandræðaleg um þar til einhver þorði að opna á sér munninn og segja eitthvað. Reyndar kom ansi snemma í ljós að restin af bekknum eru álíka mikil nutcase og ég svo ég er mjög bjartsýn á framhaldið :) Við tókum 3 tíma kjaftatörn sem endaði með strengjum í kinnunum eftir hláturinn og auka magavöðvum.
Eftir hádegi var svo hópefli! Og já, það er eins og það hljómar. Þá er öllum nýnemum safnað saman inn í einn sal og farið í leiki og allskonar leiklistaræfingar-sem ég fór á handritabraut til að forðast. Reyndar fórum við líka aðeins út á plan í eltingarleiki og æfingar með húllahring og ég er ekki frá því að okkur hafi tekist að rispa eins og nokkra bíla...en hey! Allt fyrir listina! :D
Hópurinn hristist vel saman og ég held að ég hafi lært í kringum 40 ný nöfn í dag. Kannaðist nú við nokkur andlitin fyrir, nokkrir sem maður kannast við að norðan eða hefur bara séð áður einhversstaðar.
Ég kom heim dauðuppgefin eftir stórhættulega bílferð með Konna, henti mér undir sæng og steinsofnaði...og er enn dauðþreytt. Líst rosalega vel á hópinn, framhaldið og hlakka til að byrja námið af fullum krafti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2009 | 02:21
ársins númer 2
Dólgur ársins: Dóri..atvik með Dalvíkinga
Sleikur ársins: Dóri...atvik á Kaffi Ak
Fantur ársins: Íris Eva
Sjúklingur ársins: Rut
Fyndnasta atvik ársins: Þegar Dóri strippaði fyrir 50 karlmenn
Mest absúrd atvik ársins: Þegar Rut hitti Óðinn í Staðaskála...á kvennaklósettinu
Svelgur ársins: Siggi
Staður ársins: Mývatnssveit
Tónleikaband ársins: Ljótu Hálfvitarnir
Vandræðagemlingur ársins: Íris Eva
Vandræðalegheit ársins: Simmi á Grenivík
Flík ársins: Gúmmískórnir
Tan árins: Brownie
Beiler ársins: Rut og Siggi sem voru heima um Versló
Ógeð ársins : einhver þýsk sem Simmi og Dóri þekkja
Mesta hávaðarifrildi ársins: Rut, Simmi og Bjössi...TÖLVA
Tímasóun ársins: að vera ekki í Eyjum um Versló
Dansmúv ársins: drop it low
Ökuníðingur ársins: Óðinn legend..því hann missti prófið tvisvar
Besti djammari ársins: Hjónin í Kjarnagötu
Versti djammari ársins: Sunna
Besta fjárfesting ársins: Landinn
Versta fjárfesting ársins: Grillið sem Siggi keypti
Partýljón ársins: Rut
Ferð ársins: Eyjar
Fyndnasta mynd ársins: Hangover
Besta mynd ársins: Public Enemies
Svalasta mynd ársins: Inglorius Basterds
Versta mynd ársins: Funny People
Dramatískasta mynd ársins: G.I Joe
Leiksýning ársins: Stundum og stundum ekki
Bjargvættur ársins: Barney Stinson
Starf ársins: Starfsmaður á plani óðinn
Kona ársins : Simmi
Versta hössl ársins : einhver hans Dóra
Besta hössl ársins: Dóri í keiluhöllinni
Utanlandsferð ársins: Hákon
Egó ársins: Simmi
Tilgangslausustu sms ársins: Öll sms frá Rut
Tískufeil ársins: Simmi í svörtum buxum og teinóttu vesti...
Átti mest skilið að vera sleginn í andlitið ársins: Dóri þegar hann hrækti í andlitið á Simma og Rut
Handyman ársins: Bjössi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2009 | 00:04
ársins!
Dólgur ársins: íris...án efa
Sleikur ársins: Busasleikir
Dans ársins: Örbylgjuofninn
Fantur ársins: Dóri
Sjúklingur ársins: Rut
Staður ársins: Rómantíska hornið og leikaraskápurinn hans Tryggva
Tónleikaband ársins: Ljótu Hálfvitarnir
Vandræðagemlingur ársins: Íris Eva
Vandræðalegheit ársins: Ásta elskan :)
Flík ársins: Glimmerskikkjur..
Tan árins: Brownie
Stjórnmálamaður ársins: Benni frændi Sunnu
Beiler ársins: Sunna!
Ógeð ársins: hmmm
Mesta hávaðarifrildi ársins: Ég, Simmi og Bjössi...TÖLVA
Svindlari ársins: Stebbi....
Tímasóun ársins: Heimspekitímar...oj
Dansmúv ársins: Single ladies
Ökuníðingur ársins: Bjössi..sem missti prófið
Mest absúrd atvik ársins: Vá, bermudaþríhyrningur rétt hjá staðarskála...olían hverfur af bílunum
Trend ársins: LARP
Besti djammari ársins: Rut
Versti djammari ársins: Sunna
Besta fjárfesting ársins: Hundur
Fýlupúki ársins: Sunna í einu tilraun sinni til að djamma
Partýljón ársins: Björgunarsveitin í roadtrippi
Ferð ársins: Roadtrippið okkar í ágúst
Brandari ársins: Lúdó
Fyndnasta mynd ársins: G.I Joe...eða Hot Shots (ekki frá þessu ári, en ég sá hana í ár)
Leiksýning ársins: Stundum og stundum ekki
Bjarvættur ársins: Maður sem kann að setja smurolíu á grænan bíl
Starf ársins: Ljónatemjari - Marta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2009 | 22:35
jóladagshörmungar...
Gleðileg jól kæru vinir :)
Jólin eru búin að vera fín, búin að borða alltof mikið og fékk alltof mikið af pökkum og þakka öllum kærlega fyrir mig ! Við Sunna ætluðum að vera spontant í gær og leika okkur í snjónum úti um 2 í nótt...ég nennti því nú ekki þá en nú bíð ég enn eftir svari, því ég er meira en til í að fara út og flippa eitthvað! Það er brjálæðislega mikill snjór, en sem betur fer á ég ógeðslega flott stígvél sem ég fékk í jólagjöf svo ég blotna ekki í fæturna! Nýja úlpan virkar líka vel :) Talandi um snjóinn, við vorum á leiðinni í messu í dag í ógeðslegu færi og sást ekki hvar gatan endaði og himininn byrjaði...allavega við erum að keyra í rólegheitum þegar við ætlum að beygja inní Hörgárdalinn og Hjörtur tekur beygjuna aaaaðeins of snemma...og við lendum útaf, nánast alveg á hlið og það munaði engu að vil myndum velta niður einhverja 8-10 metra. Þetta gerðist allt svo hægt að ef að bílinn hefði farið alveg á hlið hefðu mamma og Hákon rotað sig á rúðunum hann hefði skollið svo fast niður, það gerðist þó sem betur fer ekki og er það snjónum að þakka! Vek athygli á myndum hérna fyrir neðan...dekkið nemur ekki við jörðina, bíllinn er bara að velta..en snjórinn stoppaði! Ég stend uppá götu þegar ég tek myndina, þá sjáiði hvað þetta er kannski langt
Eldurinn kviknar nú af neista...og þetta slys var ekki það eina sem verður minnisstætt við þennan Jóladag...það kviknaði í jólatré sem stóð fallega skreytt útí garði og Hákon bróðir var að taka upp disk með kjöti, hnífurinn rann af og á ristina á honum og stakk á hann gat.
Nánast bílvelta, eldur og gat á löpp. Gleðileg jól
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2009 | 21:10
Háskaför og hremmingar
Við Sunna lögðum upp í hræðilega háskaför um hálf2 leytið í dag. Renndum suður á því sem fólk vill meina vond nagladekk, en okkur til mikillar gleði var autt alla leiðina frá Varmahlíð svo við komumst nokkuð slysalaust á áfangastað....NOKKUÐ slysalaust...á miðri leið uppgvötuðum við okkur til mikillar hörmungar að það vantaði olíu á bíldrusluna svo við rennum í Staðaskála, gerum okkur að fíbbli því við erum ófærar um að fylla sjálfar á, og látum einhvern gamlan mann gera það fyrir okkur.
Aftur er haldið af stað í þessari háskaför. Þegar við komum í Borgarfjörðinn þarf Sunna að stoppa og pissa í svona 15 skiptið á leiðinni frá Akureyri, stelpan er með krónu fyrir pissublöðru. Allavega, við komumst þaðan í Mosó þar sem er stoppað á KFC og borðað voða góðan mat. Loksins komumst við í borg óttans og það var einskær heppni að við fundum hótelið sem við gistum á...nú sitjum við uppi á herbergi með sitthvora tölvuna á facebook og að spamma hvort aðra með einhverju rusli. Reyndar er Sunna bara nýkomin niður úr gluggakistunni því hún fór í fýlu því ég nenni ekki ií bíó...og fór að gráta og snýttí sér í gluggatjöldin.
Meiri fréttir af háskaför og hremmingum síðar!
Bætt við ca 30-40 mín síðar: Sunna uppgvötaði að það er hægt að opna glugga...mjög stóran...og ætlaði út því hún er enn í fýlu yfir bíómáli
Bætt við 10 mín eftir efri "bætt við" : Sunna kastaði sér í gólfið í einhverju brjálæðis-eirðarleysiskasti og hljóp svo hálfnakin út og ég sé hana hlaupa eftir Nóatúninu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.11.2009 | 02:51
jahérna
þeir þurfa ekki að leita langt...
Hroki, stolt og almennur pirringur við alla aðra en Frakka.
Frakkar leita einkenna sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2009 | 15:35
Osom
Ég er að blogga, umheiminum eflaust til mikillar gleði. Ég er afskaplega þreytt, pullaði all-nighter og mætti eldspræk í skólann klukkan 8.15 í morgun og byrjaði á þemaspjaldi...það er ekki gaman að gera hugkort. Ég byrjaði með Frakkland og var komin útí göngutúra og trúbadora áður en ég vissi af. Kláraði síðan fína kjólinn minn í fatasaum og byrjaði aðeins á lokaverkefninu :) er mjög ánægð með kjólinn og skelli mynd af honum hérna í lok bloggs. Svo er ég að reyna að segja sjálfri mér að heimildaritgerðir og myndapróf séu aðeins hluti af gangi lífsins...það virkar ekki, mig langar bara alls ekki að skrifa heimildaritgerð eða læra undir myndapróf, sem ég bæ ðe vei veit ekki einu sinni hvenar er, annaðhvort á morgun eða á föstudaginn.
Það fór ekki vel með Sigga greyið að pulla all-nighterinn, hann liggur dauður uppí rúmi með ímyndaða þreytu...mín er að líða hjá og ég er bara að vera ofur hyper, kannski þessi ritgerð klárist bara í dag eftir allt saman. Hann fékk samt eitthvað þrifakast hérna heima, það er allt spikk og span og ég get ekki beðið eftir að fá hundinn minn heim aftur, sem Siggi neitar að sækja! Allt svo hljótt og rólegt hérna án hans, enginn að bíta mig í hendina eða slá mig með beini. Verð að játa að ég sakna þess. Langar að prufa að fara með hann uppá hundasvæði, efast samt einhvernvegin um að hann kæmist þaðan á lífi, eins mikil gunga og hann er. Hann er eksjúallí hræddur við eigin gelt. Við Sunna fórum um daginn með Samúel, hann er fyndinn og gelti endalaust á stærri hunda sem endaði í slagsmálum sem hann þóttist taka þátt í.
Eltihrellir brandarinn minn virkaði ekki hinsvegar...ég fór í fýlu og skráði mig sem Batman, og stakk uppá því við Ástu að hún myndi skrá sig sem einkaspæjara, er ekki ágætis peningur í því?
Ég er farin að vilja fá handrit, Sunna talar ekki um annað 24/7 og ég er að smitast af þessu. Ég hef ekki einu sinni lesið stykkið sem að ég samþykkti að taka þátt í, veit ekki einu sinni hver mótleikari minn er! Þvílíkur skandall.
Myndir af kjól og hundi sem ég sakna :) bleee
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2009 | 16:55
já..
Spænska sólin mín sannfærði mig um að blogg væri nýja trendið í dag og við erum að sjálfsögðu töff fólk og ég stofnaði mér blogg. Ég ætla ekki að koma með langt og væmið blogg, því mér skilst á öllu að ég verði væmin og leiðinleg á msn í áfengi, það þarf ekki að koma fram hérna líka...nema ég bloggi einhverntíma í áfengi. Var ógeðslega fyndin á sama tíma og ég stofnaði þetta blogg, ég skráði mig sem eltihrelli í símaskránni (stalker á góðri íslensku) og finnst það fyndið. Við Sunna gleðigjafi hittumst á fimmtudögum og erum perralegar saman.
Meiri vitleysa sem Sunna á hlut í að fá mig í er til dæmis að standa á sviði. Reynsla sem að mig grunaði aldrei að ég myndi upplifa, ég er ekki þessi gefandi týpa að standa á sviði og leika..Sunna er reyndar ekki gefandi heldur...en hvað veit ég? Ég les ekki blogg svo ég veit ekki afhverju ég er að skrifa blogg...
Óver end át
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Rut
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar